Bók 50: Burial Rites eftir Hannah Kent

Burial_Rites_HBD_FCÞessa bók hreinlega varð ég að lesa eftir að ég heyrði um hana fyrst. Hún er nefninlega skrifuð á ensku og af ástralskri konu en segir frá atburðum á Íslandi á 19. öld.

Sagan segir í stuttu máli frá Agnesi Magnúsdóttur sem var dæmd til dauða ásamt tveimur öðrum fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Agnesi er komið fyrir hjá fjölskyldu í sveitinni þar sem ekki voru til önnur fangelsisúrræði og átti þar að bíða aftöku sinnar en leggja sitt af mörkum til heimilishalds á meðan. Ungum presti er falið að annast sáluhjálp hennar og kynnumst við Agnesi til að byrja með í gegnum samtöl þeirra en einnig skiptist sagan á því að vera sögð í þriðju persónu og fyrstu persónu útfrá Agnesi sjálfri. Við fáum þannig baksögu Agnesar og hvað það var sem leiddi til morðanna en einnig fáum við svolítið að kynnast fjölskylunni sem hún býr hjá og lifnaðarháttum þeirra.

Mér fannst þetta ágæt bók en ég var ekki eins yfir mig hrifin og margir aðrir sem ég hafði heyrt frá, flestir þeirra erlendir. Kannski tengist það því að einhverju leiti að maður hefur lesið margar aðrar sögur sem segja frá Íslandi á þessum tíma en það hafa ef til vill ekki útlendingar gert. Svo fannst mér það skapa ákveðna fjarlægð á milli mín og sögupersónanna og atburðanna í bókinni að lesa um Íslendinga að tala við hvorn annan á ensku. Bókin var samt vel skrifuð og sagan áhugaverð.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s