Bók 51: The Luminaries eftir Eleanor Catton

the_luminaries_a_pÉg var svo heppin eða sniðug að hafa pantað þessa bók á bókasafninu í Osló rétt áður en tilkynnt var hver hefði hlotið Booker verðlaunin svo ég var fremst í röðinni þegar listinn tífaldaðist í lengd. Bókin hlaut semsagt Booker verðlaunin í ár og er með lengri bókum ef ekki sú lengsta sem hefur gert það og Eleanor Catton er auk þess yngsti höfundurinn til að hljóta þessi verðlaun.

Sagan gerist á Nýja Sjálandi í gullæðinu þar á 19. öld þegar hvítir menn eru að flytjast til landsins í fyrsta sinn. Kjarninn í sögunni er rágáta um horfið gull, látinn mann og annan sem er horfinn. Svo fer öll bókin í það að segja okkur mismunandi brot af sögunni útfrá sjónarhornum tólf sögupersóna sem við þurfum svo aðeins að púsla saman.

Catton var mjög upptekin af forminu við skrif bókarinnar og snýst það allt um dýrahring stjörnumerkjanna og stjörnuspeki. Bókinni er skipt upp í tólf kafla sem verða sífellt styttri eftir því sem líður á bókina. Mér finnst Catton aðeins hafa tapað sér í forminu og látið söguþráðinn gjalda þess. Sagan var framan af rosalega góð og áhugaverð en fer eftir kannski 500 blaðsíður (af 800) að verða full endurtekningarsöm. Bókin er samt frumleg og það var gaman að lesa eitthvað frá annarri heimsálfu en þessum tveim sem meirihluti bóka sem ég les virðist vera frá. Ég er því ánægð með að hafa lesið The Luminaries en ég er líka fegin að ég er búin að því.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s