Bók 52: Alex eftir Pierre Lemaitre

alex-pbkÉg hafði heyrt um þessa hjá Savidge Reads en hann var svo svakalega hrifinn af henni að ég freistaðist líka. Bókin er upprunalega gefin út á frönsku og er önnur í seríu en af einhverri ástæðu hefur sú fyrsta ekki enn verið þýdd. Það kom þó ekki að sök við lesturinn og ef ég hefði ekki vitað að það ætti að vera önnur á undan þá hefði ég ekki uppgötvað það við lesturinn.

Bókin fjallar um unga stúlku, Alex, sem er rænt og lögreglumanninn, Verhœven, sem er að reyna að finna hana. Málið reynist samt vera miklu flóknara en bara þetta eina mannrán og það er þar sem hlutirnir fara að verða áhugaverðir.

Bókin er ekki þessi týpíski krimmi, langt þar í frá. Eitt af því sem gerir hana svolítið spes er að frásögnin skiptist á að vera útfrá rannsóknarlögreglumanninum og svo fórnarlambinu sjálfu, þ.e.a.s. við komumst aðeins inní hausinn á Alex sjálfri sem reynist mjög áhugavert. Bókin vekur líka upp ýmsar spurningar um rétt og rangt og hvað það er sem kemur uppá og getur leitt fólk út á glæpabrautina.

Þetta var rosa fín svona „pásu bók“ eða bók sem maður les þegar maður vill taka sér smá pásu frá þyngri lestri. Ég var mjög spennt í henni sem er náttúrulega það sem maður er að leitast eftir hjá krimmum. Endirinn fór ofurlítið í taugarnar á mér en alls ekki svo að hann eyðilegði ánægjuna af lestri bókarinnar.

                                                                      

Núna er ég þá búin að skrifa um 52 bækur sem ég las á árinu 2013, þó svo ég hafi í raun lesið aðeins fleiri bækur en það. Ég reikna fastlega með að halda áfram að skrifa hérna um bækurnar sem ég les en veit ekki hvort ég mun halda áfram að númera þær. Þá er best að drífa sig í að klára bókina sem ég er að lesa núna, The Goldfinch eftir Donnu Tartt, svo ég geti skrifað um hana hérna sem fyrst. 

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s