The Goldfinch eftir Donnu Tartt

The_goldfinch_by_donna_tartÉg hafði lesið fyrstu bók Tartt, The Secret History, og var mjög ánægð með hana svo ég var náttúrulega frekar spennt þegar ég frétti að hún væri að fara að gefa út nýja og var ekki lengi að fá mér hana. Ég var aftur á móti mjög lengi að lesa hana en það er svosem önnur saga.

Þessi bók fjallar um Theodore Decker sem missir móður sína ungur þegar listasafnið sem þau eru að heimsækja á Manhattan er sprengt upp af hryðjuverkamönnum. Þegar hann rótar sig út úr rústunum með bara hálfa meðvitund tekur hann í einhverri rælni með sér ómetanlegt listaverk sem hafði verið þarna til sýnis, Gullfinkuna. Málverkið er svo rauði þráðurinn í gegnum alla bókina og stöðugi punkturinn í lífi Theo en hann lendir í ýmsu á leið sinni til fullorðinsaldurs.

Mér fannst Tartt gera það mjög vel að sýna okkur hvernig óvenjuleg æska Theos mótar hann sem fullorðinn einstakling. Það þýðir samt ekkert endilega að manni líki við hann, hann fór virkilega í taugarnar á mér á tímabili en samt ekki þannig að ég hætti að njóta sögunnar, mér var nefninlega alltaf annt um hann og langaði til að hlutirnir rættust fyrir hann. Það finnst mér vera merki um góðan penna. Bókin er kannski aðeins langdregin á köflum og er það hennar helsti galli, við fáum til að mynda aðeins of mikið að vita um hvernig gömul húsgögn eru gerð upp. Mér fannst líka endirinn full snyrtilegur án þess að ég segi meira um það til að spilla honum ekki. En þrátt fyrir þessa smá galla er þetta rosalega góð bók og ég mæli eindregið með henni.

_________________________________________

Fjúkk, þá er ég loksins búin með þessa fyrstu bók ársins! Nú er það bara að fara að lesa eitthvað meira til þess að ná mér á strik, ég er virkilega eftirá í ár miðað við síðustu lestrarár mín. Ég ákvað samt að setja mér ekki takmark í ár með fjölda bóka en er frekar búin að einsetja mér að lesa sem mest af bókunum sem ég á nú þegar uppí hillu, allavega núna og fram í apríl. Við skötuhjúin munum nefninlega leggja í landflutninga í lok apríl þegar við flytjum frá Noregi og aftur heim til Íslands!

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s