Topp 5 íslensk skáldverk sem vekja áhuga minn úr jólabókaflóðinu í ár

Ég ætla að taka upp á því hérna á síðunni að vera einstöku sinnum með topp 5 lista yfir eitthvað bókatengt. Núna eru Bókatíðindi dottin inn um lúguna hjá landsmönnum og því ekki úr vegi að glugga aðeins í þau og taka saman topp 5 íslensk skáldverk sem vekja áhuga minn úr jólabókaflóðinu.

 5. Drón eftir Halldór Armand

Ég las ekki bók Halldórs um Vince Vaughn en er forvitin um þessa. Alltaf gaman að prófa nýja höfunda en þetta er eina bókin á þessum lista sem er eftir höfund sem ég hef ekki lesið neitt annað eftir. Þessi virkar eins og hún sé skemmtileg, með óvenjulegum söguþræði, en eins og hún hafi líka eitthvað að segja. Ef það er vel gert, ætti það að vera mjög góð blanda.

 4. Kata eftir Steinar Braga

Þessa bók hefur verið mikið fjallað um síðan hún kom út núna í október. Ég hefði samt verið forvitin þó hún hefði ekki hlotið neitt umtal vegna þess að Steinar skrifar mjög áhugaverðar bækur, allavega þær þrjár sem ég hef lesið (Konur, Himinninn yfir Þingvöllum og Hálendið). Ég býst þess vegna ekki við öðru en að þessi verði áhugaverð. Ég vona að hann bregðist mér ekki af því að ég er þegar búin að setja þessa á óskalistann.

 3. Vonarlandið eftir Kristínu Steinsdóttur

Ég ætti ef til vill að játa undir eins að ég er þegar búin að lesa þessa og er mjög hrifin. Ég hef bara lesið eina aðra bók eftir Kristínu, Ljósu, sem ég var mjög hrifin af, en mig langar að lesa mun fleiri. Þessi bók segir frá heillandi tímum í Reykjavík á árdögum sínum og sérstaklega lífi kvenna á þessum stað og tíma.

 2. Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson

Ég las fyrri bók Ófeigs, Skáldsögu um Jón, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins og þessi vekur þess vegna forvitni mína. Söguþráðurinn virkar líka áhugaverður sem spillir ekki, einhvers konar mistería í sambland við óð „um öræfi íslenskrar náttúru og menningar,“ svo ég vitni í textann sem birtist um bókina í Bókatíðindum.

 1. Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Ég er rosalega hrifin af bókum Guðrúnar Evu og læt þessa því ekki fram hjá mér fara. Það er alltaf eitthvað smá einkennilegt í heiminum sem hún skapar í bókum sínum og í þessari bók hittir ein sögupersónanna Jesú (ekki finnur heldur hittir) og út frá því spinnst sagan. Ég hef enga trú á öðru en Englaryk verði með bestu bókum jólabókaflóðsins.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s